TIL BAKA
Endurmenntunarsería jógakennarans
2 nóvember 2025

Endurmenntunarsería jógakennarans eru stutt námskeið fyrir jógakennara, þjálfara og aðra sem vinna með líkama fólks. Á námskeiðunum verða tekin fyrir ákveðin viðfangsefni sem tengjast líkamshlutum og jógaiðkun og inn í það er fléttað kennslutækni. Fjallað verður um þá líkamshluta sem eru viðkvæmir á dýnunni eða verða helst fyrir meiðslum eins og hné, mjaðmir, axlir, ökklar og úlnliðir en líka um spennandi viðfangsefni eins og psoas vöðvann og bandvefinn. Námskeiðin verða alls 15 talsins og fara fram á árinu 2026. Hvert námskeið er um 3 klst að lengd og fara þau fram á laugardögum kl. 9-12 í gegnum Zoom. Með sumum námskeiðunum fylgja myndbönd með æfingum. Hvert námskeið kostar kr. 8.990.
Fyrsta námskeiðið í endurmenntunarseríunni er nú komið í sölu. Námskeiðið er 3 klst og fer fram laugardaginn 24. janúar 2026 kl. 9-12 á Zoom.
Á þessu námskeiði leitum við svara við þessum spurningum:
Af hverju þurfum við að læra um anatómíu?
Hvernig virka liðamót og hvað getur hamlað þeim?
Hvernig styrkir jóga liðamótin?
Hvernig eru meiðsli í kringum liðamót?
Af hverju þurfa jógakennarar að þekkja beinin í líkamanum?
Hvernig er beinagrindin samsett?
Hverjar eru mismunandi vöðvategundir í líkamanum og hvernig vinna þær saman?
Hvernig eru vöðvarnir samsettir og af hverju er hreyfigeta fólks mismunandi?
Hverjar eru mismunandi tegundir vöðvateygju og hvernig getum við unnið með þær á dýnunni?
Hvernig er tengivefur líkamans (liðbönd, sinar og bandvefur) samsettur og af hverju skiptir hann máli í jóga?
Skráning fer fram í gegnum heimasíðu Karma. Hægt er að senda fyrirspurnir á greynis@dohomeyoga.com