TIL BAKA

Hvað er plantar fasciitis?

24 júlí 2024

hvad-er-plantar-fasciitis-thumbnail

Við notum fæturna alla daga til að ganga, hlaupa, keyra og standa. Það eru um 300.000 taugaendar undir iljunum. Vöðvarnir verða þreyttir þar sem þeir eru stöðugt að taka við þyngd líkamans og færa hana sín á milli. Það eru um 100 vöðvar sem annað hvort hafa áhrif á eða tengjast fótunum. Einnig má finna 26 bein í hvorum fæti. Hann er því samsettur með mikla hreyfigetu í huga.

Það vandamál í iljum sem hrjáir flesta heitir á ensku Plantar Fasciitis en það gerist þegar bandvefurinn í fætinum bólgnar upp og veldur sársauka og heftri hreyfigetu. Margir finna fyrir þessu við hælinn, það er sárt að labba niður stiga og hællinn er aumur. 

Til að vinna með bandvefinn í fætinum setjum við bolta undir ilina og höfum hann beint undir örkinni. Passa þarf að boltinn sé ekki of harður, hann þarf að gefa örlítið eftir. Hér viljum við hreyfa okkur til hliðanna, bara hreyfa fótinn til ofan á boltanum – ekki fram og til baka heldur til hliða. Einnig má bara halda kyrru og þrýsta niður. Síðan færum við boltann aðeins fyrir framan hæl, eins og við séum á háum hælum. Hægt og rólega rúllum við til hliða. Alls ekki gera hratt. Svo gerum við alveg það sama við fremsta hlutann undir ilinni – alveg við tábergið, rúllum rólega til hliða. 

Gerum þetta samtals um 2 mínútur á hvorum fæti. Gerum þetta daglega, þó svo að við finnum ekki fyrir í fætinum. Svona æfing er mjög góð forvörn og fæturnir verða ferskari og orkumeiri.