TIL BAKA

Kennaranám í stjólajóga komið í sölu

20 september 2025

Námskeiðið fer fram með breyttu sniði í þetta sinn og fer algerlega fram í fjarnámi. Við hittumst fjórum sinnum á þriggja vikna fresti og tökum fræðilega yfirferð á Zoom. Á milli lota fá þátttakendur aðgang að um 90 upptökum af stólajógastöðum sem þeir spreyta sig á heima. Eftir hverja lotu þarf að skila inn stuttu og laufléttu heimaprófi til að geta útskrifast.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja geta leiðbeint í æfingar úr stól. Ekki þarf að vera jógakennari til að taka þetta námskeið. Námið er viðurkennt af Yoga Alliance sem endurmenntun fyrir jógakennara.