TIL BAKA
Námskeið vormisseris komin í sölu
2 október 2025
Námskeið vormisseris eru komin í sölu
1. Áfallajóga 25 klukkustunda grunnnám fer af stað 10.janúar (4 skipti)
2. Kennaranám í stólajóga fer fram í fjarnámi og fer af stað 17.janúar (3 skipti)
3. Mögulega fer fram kennaranám í Yoga Nidra í janúar og myndi þá hefjast 24.janúar (3 skipti). Áhugasamir þurfa að senda mér línu.
4. Yin Yoga framhaldsnám (endurmenntun fyrir Yin Yoga kennara) fer af stað 18.apríl (2 skipti). Mögulega skipti ég þessu niður í 3 skipti því margir hafa lýst því yfir að þeir vilja ekki langa lotudaga.
Öll námskeiðin fara fram í fjarnámi í gegnum Zoom. Á milli lota fá þátttakendur aðgang að upptökum með æfingum til að spreyta sig á heima. Upptökurnar verða aðgengilegar að námskeiði loknu.