TIL BAKA
Verjum liðamótin
23 júlí 2024
Besta leiðin til að passa upp á liðamótin sín er að halda vöðvum og beinum sterkum og stöðugum. Einkenni veikra liðamóta eru m.a. hömluð hreyfigeta, verkir og bólgur.
Hér eru nokkur góð ráð til að halda liðamótum í jafnvægi:
- Passa þyngdina. Ofþyngd veldur auknum þunga á liðamót í hnjám, mjöðmum og baki. Rannsóknir sýna að með hverju aukakílói sem við bætum á okkur þá bætist fjórfalt álag á hnén.
- Byggja upp vöðva. Sterkir vöðvar styðja við liðamótin. Ef vöðvamassi í kringum liðamót er ekki nægur, færist álagið á liðamótin og þá sérstaklega á hryggsúlu, mjaðmir og hné.
- Byggja upp kjarnavöðva. Sterkir kvið- og bakvöðvar hjálpa upp á jafnvægi. Því sterkara jafnvægi, því minni líkur á að við dettum (sem getur haft neikvæð áhrif á liðamót).
- Þekkja sín takmörk. Ákveðnar æfingar geta verið of erfiðar fyrir liðamótin til að byrja með og því er mikilvægt að byrja hægt og aðlaga æfingar að sinni getu. Hlustaðu á líkamann og lærðu muninn á ógnandi sársauka og sársauka sem fylgir því að byggja upp vöðva.
- Passa upp á líkamsstöðu. Að standa og sitja bein í baki verndar liðamót frá hálsi og niður að hnjám ásamt því að verja mjaðmir og bak. Einnig er mikilvægt að passa upp á líkamsstöðu þegar við lyftum eða höldum á þungum hlutum. Sem dæmi þá þarf að passa að hafa bakpoka á báðum öxlum í stað þess að slengja honum yfir aðra öxlina til að passa upp á að jafna álagið.
- Passa mataræðið. Kalsíum byggir upp sterk bein sem styðja við liðamótin. Prótein byggir upp vöðva sem styðja við liðamótin. D-vítamín hjálpar bæði beinum og liðamótum en þetta vítamín styður við upptöku líkamans á kalsíum.
- Gera æfingar sem smyrja og liðka liðamótin og passa þá að öll stærstu liðamótin fái næga hreyfingu.