200 tíma jógakennaranám

200-tima-jogakennaranam-thumbnail

Yfirlit

Ágúst 2025

Kópavogur

Verð

440.000 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Umsagnir frá viðskiptavinum

Ég er mjög ánægð að hafa skráð mig í þetta nám, ég hef lært margt og þetta hefur allt verið mjög áhugavert og skemmtilegt. Jóga hefur hjálpað mér að tengjast minni andlegu hlið og ég myndi mæla með þessu námi fyrir alla sem hafa áhuga á að læra betur inn á sjálfa/n sig andlega og líkamlega. 

Adriana Rasha

Ég leit á að fara í jógakennaranám sem áskorun og að það væri góð leið til að koma mér út úr þægindarammanum. Í náminu sá ég jógað frá nýrri hlið og einnig lærði ég margt sem ég vissi ekki að væri hluti af jógaheiminum. Kennararnir voru mjög styðjandi, skipulagið var mjög gott og vel haldið utan um okkur. Ég mæli hiklaust með jógakennaranáminu hjá Karma og Jógaskólanum. 

Elva Ösp Ólafsdóttir

200 tíma jógakennaranám Karma og Jógaskólans er fjölbreytt, víðtækt og skemmtilegt nám. Ég fór fyrst og fremst í námið fyrir sjálfa mig og var óviss um hvort ég myndi yfirhöfuð að útskrift lokinni hafa sjálfstraustið til þess að bjóða upp á mín eigin jóganámskeið. Nú er ég hins vegar spennt að sjá hvað ég mun gera með mitt nám sem og að seinna dýpka þekkingu mína í jóga með áframhaldandi námi. Guðrún og Edda voru frábærir kennarar. Þær lögðu mikla áherslu á ólíkar þarfir hvers og eins og að kenna okkur að hugsa jógastöðurnar út frá því. Þær voru einnig mjög áhugasamar um allt það efni sem kennt var sem gerði tímana líflega og skemmtilega. 

Eva Björg Sigurðardóttir