200 tíma jógakennaranám

200-tima-jogakennaranam-thumbnail

Yfirlit

16.ágúst 2025

Kópavogur

Verð

530.000 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Karma Jógastúdíó kynnir 200 tíma Yoga Alliance viðurkennt jógakennaranám veturinn 2025-2026.

Námið skiptist í 10 lotur sem fara fram mánaðarlega. Við byrjum 16. ágúst 2025 og er útskrift 10. maí 2026. Lotur 1 og 10 fara fram í staðnámi í Kópavogi laugardag og sunnudag kl. 9-16 báða dagana. Lotur 2-9 eru fjarlotur og fara fram í gegnum Zoom. Fjarloturnar eru settar þannig upp að við hittumst kl. 9 á skjánum á laugardegi og erum saman í 1,5 - 2 klst. Svo horfir hver og einn á upptökur og skilar inn heimaprófi og verkefnum að því loknu. Nemendur hafa 2 vikur til að klára að skila inn eftir hverja lotu.

Verð fyrir námið er 530.000. Ekki þarf að greiða allt í einu heldur er hægt að greiða fyrir hverja lotu fyrir sig. Hver lota kostar 50.000 og þarf að greiða fyrir hana viku áður en hún hefst. Staðfestingargjald er kr. 30.000 sem er óafturkræft. Innifalið er verði er allt námsefni.

Loturnar eru þessar:

• Lota 1: 16.-17.ágúst. Hópurinn hittist, við förum yfir fyrirkomulagið og svo er farið í öndunaræfingar og algengustu jógastöðurnar.

• Lota 2: 13.september. Farið verður í sögu jóga, mismunandi tegundir og jógastíla.

• Lota 3: 11.október. Farið verður yfir sitjandi og standandi jógastöður. Nemendur fá aðgang að myndböndum þar sem farið verður ítarlega í hverja stöðu fyrir sig.

• Lota 4: 8.nóvember. Farið verður yfir frambeygjur og bakfettur. Nemendur fá aðgang að myndböndum þar sem farið verður ítarlega í hverja stöðu fyrir sig.

• Lota 5: 6.desember. Farið verður yfir kjarna-, hand- og viðsnúnar stöður. Nemendur fá aðgang að myndböndum þar sem farið verður ítarlega í hverja stöðu fyrir sig.

• Lota 6: 10.janúar. Farið verður yfir kennslutækni og siðfræði. Nemendur frá heimaverkefni sem felst í því að setja saman 10 jógatíma sem þeir þurfa að kenna vinum og vandamönnum áður en þeir útskrifast.

• Lota 7: 7.febrúar. Farið verður yfir orkustöðvarnar og orkulíkamana.

• Lota 8: 7.mars. Farið verður í heimspeki, gúnurnar og anatómíu.

• Lota 9: 11.apríl. Farið verður yfir yömur og niyömur.

• Lota 10: Staðlota 9.-10.maí. Þessi lota er verkleg. Við æfum okkur að kenna. Seinni part sunnudagsins fer útskrift fram.

Staðloturnar fara fram í Hlíðasmára 14 í Kópavogi. Kennarar eru Guðrún Reynis og Þórdís Edda Guðjónsdóttir.

Skráning er hafin á greynis@dohomeyoga.com og lýkur 30. júní.

Umsagnir frá viðskiptavinum

Ég er mjög ánægð að hafa skráð mig í þetta nám, ég hef lært margt og þetta hefur allt verið mjög áhugavert og skemmtilegt. Jóga hefur hjálpað mér að tengjast minni andlegu hlið og ég myndi mæla með þessu námi fyrir alla sem hafa áhuga á að læra betur inn á sjálfa/n sig andlega og líkamlega. 

Adriana Rasha

Ég leit á að fara í jógakennaranám sem áskorun og að það væri góð leið til að koma mér út úr þægindarammanum. Í náminu sá ég jógað frá nýrri hlið og einnig lærði ég margt sem ég vissi ekki að væri hluti af jógaheiminum. Kennararnir voru mjög styðjandi, skipulagið var mjög gott og vel haldið utan um okkur. Ég mæli hiklaust með jógakennaranáminu hjá Karma og Jógaskólanum. 

Elva Ösp Ólafsdóttir

200 tíma jógakennaranám Karma og Jógaskólans er fjölbreytt, víðtækt og skemmtilegt nám. Ég fór fyrst og fremst í námið fyrir sjálfa mig og var óviss um hvort ég myndi yfirhöfuð að útskrift lokinni hafa sjálfstraustið til þess að bjóða upp á mín eigin jóganámskeið. Nú er ég hins vegar spennt að sjá hvað ég mun gera með mitt nám sem og að seinna dýpka þekkingu mína í jóga með áframhaldandi námi. Guðrún og Edda voru frábærir kennarar. Þær lögðu mikla áherslu á ólíkar þarfir hvers og eins og að kenna okkur að hugsa jógastöðurnar út frá því. Þær voru einnig mjög áhugasamar um allt það efni sem kennt var sem gerði tímana líflega og skemmtilega. 

Eva Björg Sigurðardóttir