25 klst. framhaldsnám í áfallajóga

Yfirlit

1 janúar - 29 mars 2025

Zoom

Verð

72.000 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Náminu er skipt niður á 4 laugardaga og fer kennsla fram á Zoom.

Dagsetningarnar eru þessar:
Lota 1: laugardagur 4. janúar 2025 kl. 9-13
Lota 2: laugardagur 1. febrúar 2025 kl. 9-13
Lota 3: laugardagur 1. mars 2025 kl. 9-13
Lota 4: laugardagur 29. mars 2025 kl. 9-13

Fyrir utan fyrirlestra á Zoom þá fá þátttakendur aðgang að fjölda verklegra æfinga í formi myndbandsupptaka sem verða aðgengilegar áfram að námskeiði loknu.

Allar lotur eru teknar upp og hægt að horfa þegar hentar.

Í náminu verður m.a. farið ítarlega í taugakerfi líkamans, vagus taugina, psoas vöðvann, meltingarkerfið og krónískan sársauka. Ítarlegri námslýsing verður sett inn fljótlega.

Námið er opið öllum sem hafa lokið grunnnámi í áfallajógafræðum - annað hvort hjá Karma eða öðrum (og þá þarf að framvísa skírteini um slíkt). Á námskeiðinu verður gengið út frá því að nemendur þekki vel taugakerfið, vagus taugina, psoas vöðvann, kulnun og sómatískar æfingar.

Athugið að ekki má kenna jóga nema hafa lokið 200 tíma grunnnámi í jóga en hægt er að nýta sér æfingarnar fyrir sjálfan sig og aðra. Námið er viðurkennt af Yoga Alliance sem endurmenntun fyrir jógakennara.

Verð kr. 72.000. Allir fá kvittun fyrir greiðslu og viðurkenningarskjal að námi loknu.

Kennari er Guðrún Reynis.

Umsagnir frá viðskiptavinum