25 klst. framhaldsnám í áfallajóga

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.
Nánar um námskeiðið
Náminu er skipt niður á 4 laugardaga og fer kennsla fram á Zoom.
Námskeiðið hófst í lok ágúst og verður haldið næst haustið 2026.
Fyrir utan fyrirlestra á Zoom þá fá þátttakendur aðgang að fjölda verklegra æfinga í formi myndbandsupptaka sem verða aðgengilegar áfram að námskeiði loknu.
Allar lotur eru teknar upp og hægt að horfa þegar hentar.
Lota 1
Áföll og jóga, bandvefurinn og krónískur sársauki, bandvefsteygjur, taugakerfið, frumefnin 5. Lotunni fylgja 3 jógatímar og handrit með nokkrum æfingum.
Lota 2
Vagus taugin, sómatísk hreyfimeðferð og polyvagal kenningin. Lotunni fylgja 3 jógatímar og handrit með nokkrum æfingum.
Lota 3
Höfuðtaugar líkamans, mænutaugar líkamans, sál-líkamleg vandamál, áfallastreita, vöðvarnir í hálsi og öxlum, öndunartækni og banktækni (e. tapping). Lotunni fylgja 3 jógatímar.
Lota 4
Hugleiðsla og núvitund. Lotunni fylgir handrit með 15 hugleiðsluæfingum.
Námið er opið öllum sem hafa lokið grunnnámi í áfallajógafræðum - annað hvort hjá Karma eða öðrum (og þá þarf að framvísa skírteini um slíkt). Á námskeiðinu verður gengið út frá því að nemendur þekki vel taugakerfið, vagus taugina, psoas vöðvann, kulnun og sómatískar æfingar.
Athugið að ekki má kenna jóga nema hafa lokið 200 tíma grunnnámi í jóga en hægt er að nýta sér æfingarnar fyrir sjálfan sig og aðra. Námið er viðurkennt af Yoga Alliance sem endurmenntun fyrir jógakennara.
Tilboðsverð kr. 69.900. Allir fá kvittun fyrir greiðslu og viðurkenningarskjal að námi loknu.
Kennari er Guðrún Reynis. Guðrún er með 200 tíma jógakennararéttindi frá jógaskóla Kristbjargar, 500 tíma réttindi frá Yoga Skyros í Grikklandi og 200 tíma réttindi í trauma-sensitive yoga frá jógaskóla Charlotte Watts í Bretlandi. Að auki er Guðrún með kennsluréttindi í yin yoga, yoga nidra, restorative yoga, rólujóga, pilates, foam flex og trigger point pilates.
Umsagnir frá viðskiptavinum
Ég var mjög ánægð með þetta námskeið og líka fyrra áfallajóga námskeiðið. MIkið af fróðleik og góðar æfingar sem nýtast mér í starfi mínu og mér persónulega. Get vel mælt með þessu námskeiði. Bæði fyrir þá sem vinna með heilsu fólks og þá sem eru að vinna með sjálfa sig t.d eftir áföll, kulnun, streitu eða annars konar heilsubrest.
Anna Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari
Ég fór á framhaldanámskeið í áfallajóga hjá Guðrúnu til að auka enn frekar þekkingu mína á hvernig áföll geta haft á líkamann og hvernig hægt sé á sem bestan hátt að vinna úr því. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði, það var mjög vel skipulagt og efnið sett fram á skýran hátt. Námskeiðinu fylgir aukaefni sem hefur nýst mér vel í mínu starfi sem jógakennari. Guðrún er frábær kennari sem hefur yndislega og hlýja nærveru, hún fer vel yfir námsefnið af þekkingu og öryggi. Einnig er mikill kostur að hafa þetta námskeið í fjarkennslu og geta hlustað á tímana þegar hentar.
Lára Eyjólfsdóttir
Mér fannst þetta námskeið bæði mjög skemmtilegt og fræðandi. Kennslan var vel uppbyggð, áhugaverð og auðvelt að tileinka sér efnið. Guðrún er frábær kennari, hún útskýrir efnið á skýran og aðgengilegan hátt og nær vel til nemenda sinna. Ég er þakklát fyrir reynsluna og mun örugglega nýta mér þá kunnáttu og innblástur sem ég fékk á námskeiðinu.