25 klst nám í áfallajóga
Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.
Nánar um námskeiðið
Í náminu verður leitast við að skilja afleiðingar áfalla á líkama og sál og kenndar æfingar til að koma jafnvægi á taugakerfið. Náminu er skipt niður á 4 laugardaga og fer kennsla fram á Zoom.
Dagsetningarnar eru þessar:
Lota 1: laugardagur 4. janúar 2025 kl. 9-14
Lota 2: laugardagur 1. febrúar 2025 kl. 9-14
Lota 3: laugardagur 1. mars 2025 kl. 9-14
Lota 4: laugardagur 29. mars 2025 kl. 9-14
Í náminu verður m.a. farið í:
Hvað eru áföll? Einkenni og áhrif á líkama og sál. Taugakerfið, heilinn og breytileiki hjartsláttar. Streita og melting. Meðhöndlun áfalla með jóga og öndunaræfingum. Vagus taugin og polyvagal kenningin.
Æfingar til að örva vagus taugina. Bandvefurinn og líkamsvitund. Jóga, hugleiðsla og yoga nidra við kulnun og krónískum verkjum.
Sómatíska taugakerfið og sómatískar æfingar.
Námið er opið öllum en hentar alveg sérstaklega jógakennurum. Ekki má kenna jóga nema hafa lokið viðurkenndu 200 klst jógakennaranámi en hægt er að nýta æfingarnar fyrir sjálfan sig og aðra. Námið er viðurkennt af Yoga Alliance sem endurmenntun fyrir jógakennara.
Verð kr. 72.900. Allir fá kvittun fyrir greiðslu og viðurkenningarskjal að námi loknu.
Kennari er Guðrún Reynis. Guðrún er með 200 tíma jógakennararéttindi frá jógaskóla Kristbjargar, 500 tíma réttindi frá Yoga Skyros í Grikklandi og 200 tíma réttindi í trauma-sensitive yoga frá jógaskóla Charlotte Watts í Bretlandi. Að auki er Guðrún með kennsluréttindi í yin yoga, yoga nidra, restorative yoga, rólujóga, pilates, foam flex og trigger point pilates.
Umsagnir frá viðskiptavinum
Ég myndi klárlega mæla með þessu námskeiði og tel það nýtast öllum, ekki bara jógakennurum sérstaklega. Mér fannst ég læra margt og fá aukinn skilning gagnvart sjálfri mér og öðrum sem hafa ýmiskonar áfallasögu að baki. Sömuleiðis fannst mér námskeiðið sett upp með svo skýrum og praktískum hætti að það er auðvelt að tileinka sér allt sem maður lærir og æfingarnar líka inn í daglegt líf, bæði persónulega og í starfi.
Diljá Björk Styrmisdóttir
Ég mæli svo sannarlega með þessu námskeiði hjá Guðrúnu. Efnið, æfingarnar og hugleiðslurnar voru rosalega áhugaverðar og skemmtilegar. Eftir námskeiðið er ég örugg og tilbúin að innleiða áfallamiðaða nálgun í mína eigin kennslu.
Stella Maris Þorsteinsdóttir
Ég fór á þetta námskeið fyrir sjálfan mig. Ég er traumatized manneskja og ber þess merki um allan líkamann í formi spennu, bólgu og óróleika. Ég þurfti að takast á við það beint. Læra um bæði áföll og hvernig þau spila með tilfinningarnar og líkamann. Ég lærði svo mikið um akkúrat allt þetta í þessu námskeiði og svo mun meira en það. Ég lærði skilvirkar og gagnlegar en í senn auðveldar æfingar sem ég finn að eru að hafa bein áhrif á taugakerfið mitt. Á námskeiðinu öðlaðist ég dýpri skilning á því hvað ég og líkami minn erum að ganga í gegnum í kjölfar áfalls. Það er næstum eins og ég hafi fundið áfallið í líkamanum og byrjað að tala við það með möntrum, öndunaræfingum og hreyfingum sem ég lærði í þessu námskeiði. Guðrún er áhugasöm, vitur, mild og hlý í kennslu sinni. Ef þú ert að vinna þig í gegnum áfall, nýtt eða gamalt þá get ég vissulega mælt með að þú skráir þig á næsta námskeið. Efnið mun nýtast þér út ævina.