25 klst nám í áfallajóga

25-klst-nam-i-afallajoga-thumbnail

Yfirlit

1.3. - 24.5.2025

Zoom (4 laugardagar)

Verð

72.900 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Í náminu verður leitast við að skilja afleiðingar áfalla á líkama og sál og kenndar æfingar til að koma jafnvægi á taugakerfið. Náminu er skipt niður á 4 laugardaga og fer kennsla fram á Zoom. Allar lotur eru teknar upp og hægt að horfa þegar hentar. Skila þarf inn matsblaði eftir hverja lotu til að geta útskrifast.

Dagsetningarnar eru þessar:
Lota 1: laugardagur 1. mars 2025 kl. 9-14
Lota 2: laugardagur 29. mars 2025 kl. 9-14
Lota 3: laugardagur 26. apríl 2025 kl. 9-14
Lota 4: laugardagur 24. maí 2025 kl. 9-14

Í náminu verður m.a. farið í:

Hvað eru áföll? Einkenni og áhrif á líkama og sál. Taugakerfið, heilinn og breytileiki hjartsláttar. Streita og melting. Meðhöndlun áfalla með jóga og öndunaræfingum. Vagus taugin og polyvagal kenningin.

Æfingar til að örva vagus taugina. Bandvefurinn og líkamsvitund. Jóga, hugleiðsla og yoga nidra við kulnun og krónískum verkjum.

Sómatíska taugakerfið og sómatískar æfingar.

Námið er opið öllum en hentar alveg sérstaklega jógakennurum. Ekki má kenna jóga nema hafa lokið viðurkenndu 200 klst jógakennaranámi en hægt er að nýta æfingarnar fyrir sjálfan sig og aðra. Námið er viðurkennt af Yoga Alliance sem endurmenntun fyrir jógakennara.

Verð kr. 72.900. Allir fá kvittun fyrir greiðslu og viðurkenningarskjal að námi loknu.

Kennari er Guðrún Reynis. Guðrún er með 200 tíma jógakennararéttindi frá jógaskóla Kristbjargar, 500 tíma réttindi frá Yoga Skyros í Grikklandi og 200 tíma réttindi í trauma-sensitive yoga frá jógaskóla Charlotte Watts í Bretlandi. Að auki er Guðrún með kennsluréttindi í yin yoga, yoga nidra, restorative yoga, rólujóga, pilates, foam flex og trigger point pilates.

Umsagnir frá viðskiptavinum

Þetta námskeið hefur dýpkað fagþekkingu mína og fært mér aukin verkfæri í meðferðarvinnu með fjölskyldum og börnum. Mæli heilhugar með þessu námskeiði.

Regína Hrönn, fjölskyldufræðingur og barnajógakennari

Ég lauk námi hjá Guðrúnu Reynisdóttur hjá Karmastúdíó í Áfallajóga. Guðrún er einstaklega fróður og skýr kennari og hefur mikla þekkingu sem hún vill koma áfram til nemanda sinna. Efnistökin á námskeiðinu voru mér gagnleg sem jógakennara og eru sennilega ekki síður gagnleg fyrir þá sem vilja kynna sér þessi fræði betur, fyrir sína eigin persónulegu vegferð.

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Algjörlega frábært námskeið sem uppfyllti allar mínar væntingar og vel það. Mjög vel og skipulega sett upp og námsefnið fræðilega rökstutt. Námslotur fór fram í gegnum zoom og voru teknar upp sem mér fannst mikill kostur. Eins var mjög gott aðgengi að upptökunum, námsefninu og að ýmsum æfingum tengdum námsefni. Guðrún hefur greinilega víðtæka þekkingu á jógafræðunum og kemur þeim einnig einstaklega vel til skila. Takk fyrir frábært námskeið sem hefur opnað mér nýja heima og gefið mér mikið.

Þóra Jónsdóttir