Endurmenntun jógakennarans: námskeið 1

Yfirlit

24.01.2026

Zoom

Verð

8.990 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Fyrsta námskeiðið í endurmenntunarseríunni er nú komið í sölu. Námskeiðið er 3 klst og fer fram laugardaginn 24. janúar 2026 kl. 9-12 á Zoom.

Á þessu námskeiði leitum við svara við þessum spurningum:

 Af hverju þurfum við að læra um anatómíu?

Hvernig virka liðamót og hvað getur hamlað þeim?

Hvernig styrkir jóga liðamótin?

Hvernig eru meiðsli í kringum liðamót?

Af hverju þurfa jógakennarar að þekkja beinin í líkamanum?

Hvernig er beinagrindin samsett?

Hverjar eru mismunandi vöðvategundir í líkamanum og hvernig vinna þær saman?

Hvernig eru vöðvarnir samsettir og af hverju er hreyfigeta fólks mismunandi?

Hverjar eru mismunandi tegundir vöðvateygju og hvernig getum við unnið með þær á dýnunni?

Hvernig er tengivefur líkamans (liðbönd, sinar og bandvefur) samsettur og af hverju skiptir hann máli í jóga?

 

Skráning fer fram hér til hliðar. Hægt er að senda fyrirspurnir á greynis@dohomeyoga.com

 

Umsagnir frá viðskiptavinum