Yin Yoga framhaldsnám

Yfirlit

18.apríl 2026

Zoom (2 skipti)

Verð

49.900 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Námskeiðið fer fram í fjarnámi. Við hittumst á Zoom í tvö skipti (18.apríl og 9.maí) og förum yfir þetta fræðilega. Á milli lotanna fá þátttakendur aðgang að upptökum til að spreyta sig á heima – bæði heila Yin Yoga tíma og upptökur með meridian æfingum. Skila þarf inn laufléttu heimaprófi eftir lotu 2 til að geta útskrifast.

Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

-          Orkurásirnar (e. Meridians), fræðileg yfirferð og orkulosandi æfingar

-          Anatómía hryggsúlu, axla og mjaðma, fræðileg yfirferð og yin tímar

-          Bandvefurinn og orkulíkamarnir (e. Koshas), fræðileg yfirferð og yin tímar

-          Yin Yoga og frumefnin 5, fræðileg yfirferð og æfingar

-          Kennslutækni og ýmis tips hvernig við búum til þematengda tíma

Umsagnir frá viðskiptavinum