Yin Yoga framhaldsnám

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.
Nánar um námskeiðið
Framhaldsnám í Yin Yoga (eða endurmenntun fyrir Yin Yoga kennara) fer fram í apríl og maí 2026. Námskeiðinu er skipt í 2 lotur sem báðar fara fram í gegnum Zoom. Fyrri lotan er 18.apríl og seinni lotan 2.maí. Hver lota er um 4 tímar.
Lota 1 snýst að mestu um anatómíu (hryggsúla, axlir og mjaðmir) og bandvefinn. Með lotunni fylgir ítarlegt námsefni og upptökur af fjórum Yin Yoga tímum sem hægt er að iðka heima.
Lota 2 snýst um kínverska læknisfræði og kennslutækni. Í lotunni verður kafað dýpra í orkurásirnar (meridians) og farið í hin fimm frumefni kínverskrar læknisfræði. Í lok lotunnar verður fjallað um
þema í Yin tímum. Með lotunni fylgir ítarlegt námsefni og handrit með 15 hugleiðslum er tengjast orkurásunum. Einnig fylgja lotunni nokkur styttri myndbönd með orkurásaræfingum.
Eins og með öll netnámskeið Karma þarf að skila inn stuttu heimaprófi eftir hvora lotu til að geta útskrifast. Námið er viðurkennt af Yoga Alliance sem endurmenntun fyrir jógakennara.
Opnað hefur verið fyrir skráningu. Tilboðsverð er 49.900 fram að áramótum en námskeiðið hækkar í 59.900 um áramótin.