Jóga og verkir: hvað þurfa jógakennarar og þjálfarar að vita?
Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.
Nánar um námskeiðið
Jóga og verkir er 20 klst. endurmenntunarnámskeið fyrir jógakennara og þjálfara. Námskeiðið fer fram á Zoom.
Námskeiðið er þrjú skipti og fer fram á þessum dögum.
Lota 1: laugardagur 18. janúar 2025 kl. 9-13
Lota 2: laugardagur 15. febrúar 2025 kl. 9-13
Lota 3: laugardagur 15. mars 2025 kl. 9-13
Á námskeiðinu verður farið yfir hvað við sem kennarar þurfum að vita í tengslum við verki eða meiðsli í baki, öxlum, mjöðmum, hnjám, úlnliðum og þegar iðkendur eru með mígreni eða höfuðverki. Að hverri lotu lokinni fá nemendur aðgang að æfingum í formi myndbandsupptaka sem verða aðgengilegar áfram að námskeiði loknu.
Nánari lýsing á námskeiði kemur fljótlega. Opnað verður fyrir skráningu í október. Verð kr. 60.000. Allir nemendur fá kvittun fyrir greiðslu og viðurkenningarskjal að námskeiði loknu.
Kennari er Guðrún Reynis