Krónískir verkir og bandvefsvinna
Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.
Nánar um námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið yfir:
- Hvað er bandvefur?
- Hvað er bandvefslosun?
- Bandvefur og meiðsli
- Bandvefur og daglegt líf
- Bandvefur og líkamsstaða
- Bandvefur og streita
- Streita og sársauki
- Krónískur sársauki
- Trigger punktar
- Bandvefsöndun
- Æfingar fyrir ákveðnar tegundir verkja
Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga. Það hentar sérlega vel jógakennurum og þjálfurum sem vilja miðla þekkingu sinni og læra nýjar æfingar en hentar líka einstaklingum sem vilja læra meira inn á sjálfan sig og læra aðferðir til að vinna með líkama sinn.
Kennt er í Hlíðasmára 14 í Kópavogi sunnudaginn 31. ágúst 2025. Einnig er hægt að vera með í gegnum Zoom ef það hentar betur.
Karma er Yoga Alliance viðurkenndur jógaskóli og er námskeiðið viðurkennt sem endurmenntun fyrir jógakennara.
Frekari upplýsingar veitir Guðrún Reynisdóttir á greynis@dohomeyoga.com