Slökunarjóga kennaranám
Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.
Nánar um námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið í:
Hvað er slökunarjóga og hverjir eru kostir þess. Stöðurnar sjálfar, notkun fylgihluta, upphitun, öndunaræfingar og hugleiðsla. Að búa til tíma og kennslutækni. Iðkendur fara í gegnum slökunarjógatíma báða dagana og fá líka að spreyta sig í kennslu. Þátttakendur þurfa sjálfir að mæta með tvo jógapúða (bolsters) og 2 jógakubba ásamt teppi.
Námið er viðurkennt af Yoga Alliance sem endurmenntun fyrir jógakennara og mun það koma fram á útskriftarskírteininu.
Umsagnir frá viðskiptavinum
Guðrún hefur sérstaklega góða nærveru, hún er örugg og veit nákvæmlega hvað hún er að gera sem leiðir til þess að námsefnið skilar sér vel og þú sem nemandi nærð góðri tengingu við námið. Gott utanumhald og gott viðmót, takk fyrir mig.