Stólajóga kennaranám

stolajoga-thumbnail

Yfirlit

17.janúar 2026

Zoom (3 laugardagar)

Verð

69.900 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Á námskeiðinu verða kenndar æfingar í og við stól sem henta öllum sem sitja mikið, eldri borgurum, fólki í endurhæfingu, fólki sem á erfitt með jafnvægi og öllum sem vilja hægt og rólega byrja að hreyfa sig. Námskeiðið fer fram á neðangreindum dagsetningum þar sem farið verður yfir bóklegt og fræðilegt efni. Á milli lota fá þátttakendur aðgang að upptökum með öllum stöðunum og svo verður farið dýpra í stöðurnar í næstu lotu á eftir.

Lota 1: 17.janúar

Lota 2: 7.febrúar

Lota 3: 28.febrúar

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á að stunda eða leiðbeina stólajóga.

Umsagnir frá viðskiptavinum

Námskeiðið í stólajóga var bæði áhugavert og gagnlegt. Við æfðum okkur á hvort öðru og fengum tækifæri til að spjalla um efnið. Glósurnar og efnið sem við fengum eftir námskeiðið var líka mjög gott. Það var greinilegt að Guðrún vissi hvað hún var að tala um. Vinn sjálf við heilsueflingu og þjálfun eldri borgara svo þetta kom sér mjög vel fyrir mig og ekki síður mína skjólstæðinga. Mæli alla leið með þessu námskeið. 

Steinunn Leifsdóttir

Ég fór á þetta námskeið hjá Karma því mig langaði að kunna að leiða jógatíma fyrir eldri borgara. Námskeiðið var vel skipulagt, okkur var skipt í litla hópa og fengum við að æfa okkur í að kenna. Það sem stóð mest upp úr og ég kann mest að meta var að læra um það sem ber að varast. Eftir námskeiðið var ég með nógu mikið sjálfstraust til að byrja að kenna.

Sigrún Aðalsteinsdóttir