Stólajóga fyrir skólafólkið

stolajoga-fyrir-skolafolkid-thumbnail

Yfirlit

Vormisseri 2025

Heillandi hugur, Hlíðasmára 14 Kópavogi

Verð

22.000 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið í öndunaræfingar, núvitundaræfingar og jógaæfingar í stól sem henta vel ungu fólki í grunn- og framhaldsskóla.

Stólajóga í skólastofunni hjálpar til við að styrkja tengsl nemenda við kennarann. Það styður við núvitund sem sýnt hefur verið fram á að byggi upp innri seiglu til að höndla líkamlegt, andlegt og tilfinningalegt álag. Að bjóða upp á slíka iðkun í skólastofunni getur bætt getu nemenda til að læra, að höndla betur krefjandi tilfinningar, að læra betur inn á eigin hegðun og að ná betri árangri í lífinu (innan og utan kennslustofunnar).

Námskeiðið er viðurkennt af Yoga Alliance sem endurmenntun fyrir jógakennara. Ekki þarf að vera jógakennari til að koma á námskeiðið og er það því tilvalið fyrir kennara sem vilja tengjast nemendum sínum betur.

Umsagnir frá viðskiptavinum