Yin Yoga kennaranám
Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.
Nánar um námskeiðið
Námskeiðið fer fram helgina 2. - 3. nóvember 2024 kl. 9-16 báða dagana. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Heillandi hugur í Hlíðasmára 14 í Kópavogi. Þátttakendur þurfa að mæta með 2 jógakubba og jógapúða (yoga bolster). Annar búnaður verður á staðnum.
Hádegishlé er 30 mínútur og eru þátttakendur hvattir til að mæta með nesti. Það eru ísskápur og örbylgjuofn á staðnum.
Í náminu verður farið í:
- Hvað er yin og hver er munurinn á yin og restorative yoga?
- Heimspeki yin yoga (orkustöðvar, meridians, orkulíkamar, prana)
- Anatómía og bandvefur
- Yin yoga stöður, hvernig þær eru kenndar, kostir þeirra og hvað ber að varast
- Notkun fylgihluta í tíma og hvernig má gera æfingar auðveldari og erfiðari
- Öndunaræfingar
- Kennslutækni
- Hvernig á að kenna jóga fyrir fólk með áfallasögu
- Þema og samsetning tíma
Engar forkröfur, námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á Yin Yoga, en hentar alveg sérstaklega jógakennurum. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal að námi loknu. Frekari upplýsingar á greynis@dohomeyoga.com
Umsagnir frá viðskiptavinum
Ég tók helgarnámskeið hjá Karma Jógastúdíó í Yin jóga á síðasta ári. Námskeiðið var vel skipulagt í alla staði. Kennari námskeiðsins Guðrún var vel undirbúin og skipulögð, þess vegna komst námsefni námskeiðsins vel til skila og einnig annar fróðleikur varðandi Yin jóga. Það skiptir miklu máli að námskeið séu vel undirbúin og skipulögð. Námsefni fylgdi námskeiðinu og var það gagnlegt og fræðandi. Það hefur nýst mér vel við Yin jóga kennslu.