Yoga Nidra kennaranám

yoga-nidra-thumbnail

Yfirlit

5 - 6. október 2024, 09:00 - 16:00

Heillandi hugur Hlíðarsmára 14 í Kópavogi

Verð

64.900 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið í sögu nidra, orkulíkamana, svefn og svefnbylgjur, sankalpa, samskara, kennslutækni og margt fleira. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta útbúið og leitt sína eigin yoga nidra tíma.

Námið hentar öllum sem langar að læra og kenna Yoga Nidra. Jógakennarar geta nýtt námskeiðið sem endurmenntun en það er viðurkennt sem endurmenntun hjá Yoga Alliance.

Innfalið er styttri útgáfa af handritum að Yoga Nidra tímum. Vilji nemendur kaupa stærri handritabók þá er hægt að kaupa handrit hér á heimasíðunni. Allt námsefni er á íslensku.

Umsagnir frá viðskiptavinum

Námskeiðið sem tók þátt í hjá henni Guðrúnu Reynisdóttur jógakennara var mjög fræðandi og góð upplifun. Mér fannst það þétt af efni bæði í formi fyrirlestra og æfinga sem ég gat tekið þátt í og einnig var Guðrún viljug að svara spurningum um hvað eina sem nemendur höfðu hug á að fræðast meira um. Glærurnar voru líka mjög góðar og Guðrún benti líka á mikið af efni til að lesa sig meira til í. 

Margrét Bragadóttir

Ég tók Yoga Nidra kennaranámskeið hjá Guðrúnu Reynis hjá Karma sem leiddi námskeiðið einstaklega vel. Námskeiðið var vel framsett og námsefnið vel útlistað. Það stóð samt algjörlega upp úr fyrir mér að fá verklegu æfingarnar saman til að tengja strax við efnið. Frábært námskeið í alla staði. Takk kærlega fyrir mig!

Eva Bryngeirsdóttir