Yoga Nidra kennaranám

yoga-nidra-thumbnail

Yfirlit

2026

Zoom

Verð

69.000 Kr

Hefur þú einhverjar spurningar eða tillögur varðandi þetta námskeið? Endilega sendu mér skilaboð. Ég mun svara þér eins fljótt og auðið er. Hafðu samband við okkur.

Nánar um námskeiðið

Karma Jógastúdíó kynnir Yoga Nidra kennaranám með örlítið breyttu sniði. Námið er 15 klukkustundir og í stað þess að fara fram yfir heila helgi fer það nú fram í þremur lotum. Við hittumst 3 laugardaga á Zoom með tveggja vikna millibili og erum ca 5 klukkustundir í senn.

Dagsetningarnar eru þessar:

næsta námskeið fer fram 2026

Innifalið í verði eru námsglærur. Að auki fá þátttakendur 2 upptökur af Yoga Nidra tímum með hverri lotu (samals 6 upptökur) til að iðka heima á milli lota. Einnig fá þátttakendur 3 handrit af Yoga Nidra tímum með hverri lotu (samtals 9 handrit) til að spreyta sig í kennslu heima á milli lota. Eftir hverja lotu þurfa þátttakendur að senda inn svokallaðar hugleiðingar um lotu, svara nokkrum laufléttum spurningum. Skírteini er ekki afhent fyrr en allar hugleiðingar hafa verið sendar inn.

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur leyfi til að leiða sína eigin Yoga Nidra tíma (ekki þarf að vera jógakennari), en vakin er athygli á því að ekki má kalla sig jógakennara nema hafa lokið a.m.k. 200 tíma grunnnámi í jóga.

Skráning og greiðsla fer fram hér á síðunni. Ekki er hægt að taka frá pláss, ekki er hægt að skipta greiðslum og ekki er hægt að fá endurgreitt þegar námsefni hefur verið afhent eða námskeið er byrjað. Verð fyrir námskeiðið er 69.000. Allt námsefni er á íslensku.

 Frekari upplýsingar veitir Guðrún Reynisdóttir á greynis@dohomeyoga.com

Umsagnir frá viðskiptavinum

Námskeiðið sem tók þátt í hjá henni Guðrúnu Reynisdóttur jógakennara var mjög fræðandi og góð upplifun. Mér fannst það þétt af efni bæði í formi fyrirlestra og æfinga sem ég gat tekið þátt í og einnig var Guðrún viljug að svara spurningum um hvað eina sem nemendur höfðu hug á að fræðast meira um. Glærurnar voru líka mjög góðar og Guðrún benti líka á mikið af efni til að lesa sig meira til í. 

Margrét Bragadóttir

Ég tók Yoga Nidra kennaranámskeið hjá Guðrúnu Reynis hjá Karma sem leiddi námskeiðið einstaklega vel. Námskeiðið var vel framsett og námsefnið vel útlistað. Það stóð samt algjörlega upp úr fyrir mér að fá verklegu æfingarnar saman til að tengja strax við efnið. Frábært námskeið í alla staði. Takk kærlega fyrir mig!

Eva Bryngeirsdóttir

Þetta námskeið var frábært, glærurnar ótrúlega góðar og allt til fyrirmyndar. Mikið notalegt og kennarinn hún Guðrún með góða og notalega nærveru og mikill reynslubolti greinilega á sínu sviði.

Sigurbjörg Viðarsdóttir